Hicks og Gillett að selja Liverpool?

Tom Hicks, til hægri, og George Gillett.
Tom Hicks, til hægri, og George Gillett. Reuters

Bandarískir eigendur Liverpool, þeir Tom Hicks og George Gillett Jr. hafa heimilað Dubai International Capital (DIC) að skoða bókhald félagsins. Slíkt þýðir venjulega að viðkomandi hafi hug á að kaupa.

Frá þessu er sagt í The Times í dag og þar segir að Hicks hafi margoft sagt að hann ætli ekki að selja helmingshlut sinn í Liverpool. Svo virðist sem hann munu samt selja einhvern hluta sinn en halda einhverju þannig að hann muni sitja í stjórn félagsins áfram. Gillett er hins vegar sagður tilbúinn að selja sinn hlut og er jafnvel búist við að það verði um miðjan mars.

Þeir félagar hafa átt félagið í rétt um eitt ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert