Mál Leeds loks fyrir gerðardóm

Roman Abramovich og Ken Bates.
Roman Abramovich og Ken Bates. Reuters

Leeds mun fá tækifæri til að koma fyrir gerðardóm og freista þess að fá þau fimmtán stig til baka sem tekin voru af félaginu fyrir að reyna að spila á kerfið í fyrra þegar ljóst var að félagið væri fallið.

Þegar ljóst var í fyrra að Leeds myndi falla úr fyrstu deildinni var það sett í greiðslustöðvun, sem jafnan þýðir að 10 stig eru dregin af viðkomandi félagi, og ætluðu þannig að láta stigafrádráttinn koma á því tímabili en ekki því næsta. Þetta gekk ekki eftir og var refsingin þyng um fimm leiki vegna þessarar tilraunar Leedsara til að spila á kerfið.

Ken Bates, forseti félagsins, segist ánægður með að fá tækifæri til að koma fyrir gerðardóm, en undrar sig á að það hefði tekið sex mánuði að komast að þessari niðurstöðu.

Það voru forráðamenn annarra félaga í deildinni sem ákváðu að þyngja refsingu Leeds og segir Bates þá ákvörðun einungis endurspegla hagsmuni hinna félaganna og eigi ekki stoð í raunveruleikanum. 

Leeds er nú í níunda sæti deildarinnar með 47 stig, 23 stigum á eftir Swansea sem er í efsta sæit en 11 stigum á eftir Carlisle sem er í öðru sæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert