Bendtner kom Arsenal til bjargar - Öruggir sigrar hjá Man.Utd og Chelsea

Nicklas Bendtner fagnar marki sínu gegn Aston Villa í dag.
Nicklas Bendtner fagnar marki sínu gegn Aston Villa í dag. Reuters

Arsenal er með eins stigs forskot á Manchester United í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Arsenal gerði 1:1 jafntefli við Aston Villa þar sem Daninn Nicklas Bendtner jafnaði á lokasekúndunum. Man.Utd vann öruggan sigur á Fulham, 3:0, og Chelsea gerði enn betur en liðið burtaði West Ham á Upton Park, 4:0.

Arsenal - Aston Villa 1:1 leik lokið

Gestirnir eru komnir yfir á Emirates Stadium. Það var svissneski varnarmaðurinn Philippe Senderos sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 27. mínútu eftir fyrirgjöf frá Gabriel Agbonlahor.

Cesc Fabregas skýtur yfir mark Aston Villa úr dauðafæri á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Ashley Young er nálægt því að koma Villa í 2:0 en Manuel Almunina gerir vel að verja skot hans.

Daninn Nicklas Bendtner jafnar fyrir heimamenn í uppbótatíma.

Fulham - Man.Utd 0:3 leik lokið

Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru á varamannabekknum hjá United.

15. Owen Hargreaves skorar sitt fyrsta mark fyrir Manchester United með skoti beint úr aukaspyrnu sem Anti Niemi markvörður Fulham átti ekki möguleika á að verja.

44. Ji-Sung Park skorar með skalla eftir frábæra sókn Englandsmeistaranna. Eftir vel útfærða sókn átti Paul Scholes sendingu inn á markteiginn og þar kom Kóreumaðurinn á fleygiferð og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.

68. Rooney og Ronaldo koma inná fyrir Tevez og Saha.

United er komið í 3:0. Simon Davies skorar sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá John O'Shea.

West Ham - Chelsea 0:4 leik lokið

Frank Lampard fyrrum leikmaður West Ham er búinn að koma Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Vítið var dæmt á Anton Ferdinand fyrir brot á Salomon Kalou.

19. Chelsea er komið í 2:0 og aftur var það gamall leikmaður West Ham sem skoraði. Nú var Joe Cole að verki með glæsilegu skoti af um 15 metra færi.

22. Chelsea er að valta yfir West Ham en Þjóðverjinn Michael Ballack er búinn að koma bikarmeisturum í 3:0.

Rautt spjald. Chelsea er orðið manni færri en Frank Lampard fékk reisupassann eftir viðskipti við Luis Boa Morte.

Ashley Cole var að koma tíu leikmönnum Chelsea í 4:0 gegn West Ham á Upton Park.

Birmingham - Tottenham 4:1 leik lokið

Finninn Mikael Forsell skorar fyrsta mark dagsins í úrvalsdeildinn í dag en mark hans með skalla kom á 8. mínútu.

Dimitar Berbatov er nálægt því að jafna metin fyrir nýkrýnda deildabikarmeistara en skot Búlgarans fór í stöngina.

Sebastian Larsson er búinn að koma heimamönnum í 2:0 með skoti beint úr aukaspyrnu.

Birmingham er að valta yfir Tottenham en Finninn Mikael Forsell var að skora þriðja markið og sitt annað í leiknum.

Mikael Forsell er búinn að fullkoma þrennu sína og Finninn er svo sannarlega maður leiksins.

Jermaine Jenas lagar stöðuna fyrir Tottenham.

Derby - Sunderland 0:0 leik lokið

Newcastle - Blackburn 0:1 leik lokið

Roque Santa Cruz kemur gestunum yfir. Það syrtir því enn í álinn hjá lærisveinum Kevin Keegan.

Middlesbrough - Reading 0:1

James Harper tryggði Reading sigurinn með marki undir lokin. Þar með lauk taphrinu Reading sem hafði tapað átta leikjum í röð.

Owen Hargreaves kemur United yfir með marki beint úr aukaspyrnu.
Owen Hargreaves kemur United yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Reuters
Philippe Senderos og Emmanuel Adebayor leikmenn Arsenal.
Philippe Senderos og Emmanuel Adebayor leikmenn Arsenal. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert