Hermann skoraði í sigri Portsmouth - Lampard með fjögur fyrir Chelsea

Hermann Hreiðarsson var á skotskónum í kvöld.
Hermann Hreiðarsson var á skotskónum í kvöld. Reuters

Hermann Hreiðarsson skoraði eitt af mörkum Portsmouth þegar liðið sigraði Birmingham, 4:2, í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa og Middlesbrough gerðu 1:1 jafntefli og þegar 10 mínútur eru eftir að leik Chelsea og Derby er Chelsea 6:1 yfir.

Portsmouth - Birmingham 4:2 (leik lokið)

MARK 7. Jermain Defoe er búinn að koma Portsmouth yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á David Murphy fyrir að handleika boltann innan teigs.

MARK 9. Jermain Defoe er búinn að skora aftur en hann fylgdi vel á eftir skoti frá Milan Baros.

MARK 11. Mikið fjör er í Fratton Park. Þriðja markið hefur litið dagsins ljós eftir aðeins um 10 mínútna leik. Fabrice Muamba hefur náð að minnka muninn fyrir gestina.

MARK 40. Seabastian Larsson jafnar fyrir Birmingham með skoti beint úr aukaspyrnu.

Búið er að flauta til leikhlés á Fratton Park í afar fjörugum leik en staðan er 2:2, eftir að heimamenn höfðu komist í 2:0.

49. MARK. Hermann Hreiðarsson kemur Portsmouth yfir á nýjan leik. Hermann skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Sulley Muntari. Þriðja mark Hermans í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

MARK 89. Nígeríumaðurinn Kanu innsiglar sigur Portsmouth þegar hann kemur sínum mönnum í 4:2.

Portsmouth: David James, Glen Johnson, Sol Campbell, Sylvain Distin, Hermann Hreiðarsson, Papa Bouba Diop, Sulley Muntari, Pedro Mendes, Niko Kranjar, Milan Baros, Jermain Defoe.

Birmingham: Maik Taylor, Stephen Kelly, Tadhi Jaidy, Liam Ridgewell, David Murphy, Gary McSheffrey, Damien Johnson, Fabrice Muamba, Sebastian Larsson, Mikael Forsell, Mauro Zarate.

Aston Villa - Middlesbrough 1:1 (leik lokið)

MARK 23. Stewart Downing kemur gestunum yfir með sínu sjöunda marki á leiktíðinni.

Kominn er hálfleikur á Villa Park þar sem Middlesbrough hefur verðskuldaða forystu.

MARK 74. Gareth Barry hefur náð að jafna metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnudómurinn mjög strangur en vítið var dæmt þegar boltinn fór í olnbogann á Luke Young.

Aston Villa: Scott Carson, Craig Gardner, Zat Knight, Martin Laursen, Wilfred Bouma, Shaun Maloney, Nigel Reo-Coker, Gareth Barry, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, John Carew.

Middlesbrough: Markk Schwarzer, Luke Young, Robert Huth, David Weather, Emanual Pogatetz, Gary O'Neil, George Boateng, Mohamed Shawky, Stewart Downing, Tuncay Sanli, Mido.

Chelsea - Derby 6:1 (leik lokið)

Chelsea byrjar með látum gegn botnliðinu og eftir fjögurra mínútna leik á Frank Lampard þrumuskot í stöngina. Það má reikna með að róðurinn verði þungur fyrir Derby, sem sækir Manchester United heim um næstu helgi.

MARK 27. Frank Lampard fær vítaspyrnu og skorar sjálfur úr henni. 14. mark hans á leiktíðinni.

MARK 42. Salomon Kalou skorar af stuttu færi fyrir Chelsea sem fer til búningsherbergis í hálfleik með þægilega stöðu.

MARK 63. Frank Lampard skorar þriðja markið og sitt annað í leiknum fyrir Chelsea eftir fyrirgjöf frá Joe Cole.

MARK 65. Joe Cole skorar af stuttu færi og kemur Chelsea í 4:0.

MARK 67. Frank Lampard fullkomnar þrennu sína með þrumuskoti af um 20 metra færi. Lampard er þar með kominn með 16 mörk á tímabilinu.

MARK 73. Frank Lampard er algjörlega óstöðvandi og hann var að skora sitt fjórða mark í leiknum.

MARK 77. David Jones nær að laga stöðuna fyrir nýliðanna sem eru eins og börn í höndunum á leikmönnum Chelsea.

Chelsea: Carlo Cudicini, Paulo Ferreira, Ricardo Carvahlo, John Terry, Ashley Cole, Michael Ballack, Claude Makelele, Frank Lampdar, Joe Cole, Nicolas Anelka, Salomon Kalou.

Derby: Roy Carroll, Mark Edworthy, Alan Stubbs, Darren Moore, James McEveley, Mile Stjerjovski, Hossam Ghaly, Robbie Savage, Stephen Pearson, Eddie Lewis, Kenny Miller.

Michael Ballack er í liði Chelsea.
Michael Ballack er í liði Chelsea. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert