Eiður Smári: Ánægður að við fengum ekki Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð með liði Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð með liði Barcelona. Reuters

,,Á pappírunum finnst manni að Schalke sé eitt af veikari liðunum sem eftir eru og því er hægt að segja að við höfum verið nokkuð heppnir. Ég átti enga óskamótherja. Ég hafði á tilfinningunni að við myndum mæta Manchester United en ég er ánægður að við fengum ekki Chelsea,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona, við Morgunblaðið um viðbrögð hans við drættinum í meistaradeildinni en Barcelona mætir þýska liðinu Schalke.

Beri Barcelona sigurorð af Schalke mætir það Roma eða Manchester United í undanúrslitunum. ,,Ég býst við því að Manchester United slái Roma út svo það lítur allt út fyrir það að við mætum United. Ég hef góðar minningar frá leikjum gegn United en það borgar sig ekki að hugsa svo langt. Fyrst þurfum við að vinna Schalke,“ sagði Eiður.

Sjá nánar viðtal við Eið Smára í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert