Chelsea ósigrað í deildinni á Stamford Bridge í 78 leikjum

Chelsea hefur verið ósigrandi á heimavelli í úrvalsdeildinni í fjögur …
Chelsea hefur verið ósigrandi á heimavelli í úrvalsdeildinni í fjögur ár. Reuters

Liðsmenn Arsenal vonast til að verða fyrsta liðið í fjögur ár til að leggja Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin mætast á heimavelli Chelsea á sunnudaginn. Chelsea hefur leikið 78 leiki í röð án taps á heimavelli í deildinni en það var einmitt Arsenal sem fagnaði þar síðast sigri, 2:1, árið 2004.

Arsenal hefur gert jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum og með tapi kemst Chelsea uppfyrir Arsenal en Manchester United er í toppsætinu þegar átta umferðir eru eftir. United hefur 70 stig, Arsenal 67 og Chelsea 65.

„Við vissum alltaf að Chelsea yrði í toppbaráttunni með alla þá frábæru leikmenn sem liðið hefur í sínum röðum,“ segir Gael Clichy bakvörðurinn knái í liði Arsenal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert