Óhressir með vináttulandsleikina

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez.
Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez. Reuters

Það er ekkert nýtt að knattspyrnustjórar ensku úrvalsdeildarliðanna séu óhressir með vináttulandsleiki líkt og þá sem fram fóru í vikunni. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ekki legið á skoðunum sínum í þessu frekar en öðru.

„Mínir leikmenn eru alltaf látnir leika í 90 mínútur í þessum leikjum. Ég benti á þetta síðast varðandi Ronaldo og okkur var lofað að hann myndi bara leika í 45 mínútur. Nei, nei, hann lék allan leikinn og kom síðan meiddur til baka,“  sagði Ferguson.

Ronaldo og Nani léku ekki með Portúgal í vikunni en Ferguson vitnar þarna til leikja þar á undan. „Þá voru níu leikmenn mínir sem léku í 90 mínútur og núna léku bæði Rio Ferdinand og Owen Hargreaves allan leikinn með Englandi.

Maður vonar alltaf að landsliðsþjálfararnir taki tillit til óska manns um að láta menn ekki leika fullan leik - en þeir eru auðvitað bara að hugsa um sína vinnu og ég skil það á vissan hátt,“  sagði Ferguson.

Steve Bruce, stjóri Wigan, var að sjá helminginn af liði sínu fljúga út um allan heim til að leika vináttulandsleiki. Hann tekur undir orð Fergusons og segir vináttuleikina bara dellu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert