Rangers vann risaslaginn

Kevin Thomson skoraði sigurmark Rangers.
Kevin Thomson skoraði sigurmark Rangers. Reuters

Rangers hafði betur í uppgjöri skosku risanna Rangers og Celtic sem áttust við á Ibrox, heimavelli Rangers. Rangers fagnaði 1:0 sigri með marki frá Kevin Thomson á lokamínútu fyrri hálfleiks og með sigrinum náði Rangers sex stiga forskoti á erkifjendur sína í Celtic. Rangers hefur 74 stig eftir 29 leiki en Celtic 68 eftir 30 leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert