Ben Haim ósáttur hjá Chelsea

Ísraelski varnarmaðurinn Tal Ben Haim.
Ísraelski varnarmaðurinn Tal Ben Haim. AP

Ísraelski varnarmaðurinn Tal Ben Haim er afar ósáttur við stöðu sína hjá Chelsea en hann verið úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Avram Grant og hefur ekki spilað með liðinu síðustu tvo mánuðina.

„Jose Mourinho er ástæðan fyrir því að ég kom til Chelsea og ef ég hefði vitað að Avramt Grant yrði þjálfari liðsins þá hefði ég samið við annað félag. Staðreyndin er sú að þegar Mourinho þjálfaði liðið spilaði ég mikið og fólk sem þekkir mig veit að ég hefði ekki komið hingað til að vera varamaður,“ segir Ben Haim í viðtali við breska blaðið The Sun en hann gekk í raðir Lundúnaliðsins frá Bolton í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert