Forföll hjá Arsenal

Flamini er enn á sjúkralistanum hjá Arsenal.
Flamini er enn á sjúkralistanum hjá Arsenal. Reuters

Það kemur í ljós síðar í dag eða í fyrramálið hvort Spánverjinn Manuel Almunia geti varið mark Arsenal á morgun en þá tekur liðið á móti Íslendingaliðinu Reading á Emirates Stadium.

Almunia er meiddur á úlnlið og gat af þeim sökum ekki staðið á milli stanganna í leiknum gegn Manchester United um síðustu helgi.

Brasilíumaðurinn Denison hefur jafnað sig af meiðslum og er klár í slaginn en þeir þeir Justin Hoyte, Mathieu Flamini, Bacary Sagna og Tomas Rosicky eru allir á sjúkralistanum og verða ekki með gegn Reading.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka