Deco segist tilbúinn að mæta United

Portúgalinn Deco í leik með Barcelona.
Portúgalinn Deco í leik með Barcelona. Reuters

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona segist vera tilbúinn í slaginn annað kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United.

Deco meiddist í upphitun fyrir leik Barcelona og Villarreal í mars og hefur ekkert leikið síðan, en segist nú tilbúinn í slaginn. „Ég er tilbúinn og hefði meira að segja getað spilað um helgina ef þjálfarinn hefði viljað nota mig,“ segir hann í spænskum fjölmiðlum í dag.

Hann vonast til að endurtaka leikinn frá árinu 2004 en þá lék hann með Porto þegar liðið sló Manchester United út úr Meistaradeildinni.

„Leikurinn á Old Trafford var frábær og einn af þeim leikjum sem maður gleymir aldrei,“ sagði Deco þegar hann rifjar upp afrek Porto.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert