Adebayor með þrennu í stórsigri Arsenal

Nicklas Bendtner kemur Arsenal yfir á Pride Park í kvöld.
Nicklas Bendtner kemur Arsenal yfir á Pride Park í kvöld. Reuters

Arsenal burstaði Derby, 6:2, en liðin áttust við á Pride Park í kvöld. Emmanuel Adebayor skoraði þrennu á þeim 45 mínútum sem hann lék fyrir Arsenal og þeir Nicklas Bendtner, Robin Van Persie og Theo Walcott gerðu sitt markið hver.

Arsenal er þar með komið með 77 stig og fjórum stigum á eftir Manchester United og Chelsea þegar tvær umferðir eru eftir svo tölfræðilega á Arsenal möguleika á að hampa Englandsmeistaratitlinum.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

25. MARK!! Daninn Nicklas Bendtner kemur Arsenal yfir á Pride Park. Hann fékk sendingu á silfurfati frá varnartröllinu Darren Moore í liði Derby rétt utan vítateigs og þakkaði pent fyrir það með því að skora með föstu skoti neðst í bláhornið.

28. Robin Van Persie skýtur boltanum framhjá marki Derby í algjöru dauðafæri.

31. MARK!! Skotinn Mark McEveley jafnar fyrir Derby með skoti af stutu færi eftir aukaspyrnu.

39. MARK!! Robin Van Persie kemur Arsenal á nýjan leik yfir. Van Persie tók fallega sendingu frá Kolo Toure niður á brjóstið í vítateignum og skoraði með þrumuskoti.

Búið er flauta til leikhlés á Pride Park. Arsenal er 2:1 yfir.

Arsene Wenger gerir eina breytingu á liði sínu í hálfleiknum. Van Persie getur ekki haldið leik áfram vegna meiðsla og tekur Emmanuel Adebayor stöðu hans.

59. MARK!! Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor kemur Arsenal í 3:1 með skoti af stuttu færi eftir góðan sprett frá Theo Walcott. 22. deildarmark Adebayors á leiktíðinni.

63. Theo Walcott kemst einn í gegnum hripleka vörn Derby en skot hans fer naumlega framhjá markinu.

76. MARK!! Varamaðurinn Robbie Earnshaw minnkar muninn fyrir heimamenn. Hann fékk góða sendingu innfyrir vörn Arsenal og lagði boltann í hornið.

78. MARK!! Theo Walcott var ekki lengi að svara fyrir Arsenal en leikmaðurinn ungi og efnilegi skoraði með fallegu botaskoti sem Roy Carroll réð ekki við.

80. MARK!! Emmanuel Adebayor skorar fimmta mark Arsenal og sitt annað í leiknum eftir snarpa skyndsókn og góða fyrirgjöf frá Gael Clichy.

90. MARK!! Emmanuel Adebayor fullkomnar þrennu sína en Tógómaðurinn komst einn í gegnum arfaslaka vörn Derby og skoraði af miklu öryggi. 30. mark á leiktíðinni.

Derby: Carroll, Todd,  Moore, Stubbs, McEveley, Mears, Savage, Ghaly, Lewis, Villa, Sterjovski.

Arsenal: Fabianski, Toure, Gallas, Song, Billong, Clichy, Eboue, Fabregas, Denilson, Walcott, Van Persie, Bendtner. Varamenn: Almunia, Senderos, Silva, Djourou, Adebayor.

Fyrir leik:

Derby er á góðri leið með að slá met í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur aðeins innbyrt 11 stig en minnsti stigafjöldi liðs í úrvalsdeildinni er 15 stig sem Sunderland fékk tímabilið 2005-06.

Derby þarf að skora 4 mörk til viðbótar til að slá ekki annað met. Derby hefur skorað 17 mörk í 35 leikjum en Sunderland er það lið sem hefur skorað fæst allra á einu tímbili, 21 tímabilið 2002-03.

Pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni fyrir Arsenal.

Cesc Fabregas er í liði Arsenal en Spánverjinn var í …
Cesc Fabregas er í liði Arsenal en Spánverjinn var í gær valinn besti ungi leikmaðurinn í deildinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert