Ronaldo: Ræði mína framtíð eftir úrslitaleikinn

Cristiano Ronaldo leikmaðurinn snjalli hjá Manchester United.
Cristiano Ronaldo leikmaðurinn snjalli hjá Manchester United. Reuters

Cristiano Ronaldo segist muni ræða framtíð sína hjá Manchester United eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Forráðamenn Manchester United vilja ólmir gera nýjan langtímasamning við Portúgalann sem er samningsbundinn félaginu til 2012 en Ronaldo hefur látið hafa eftir sér að í framtíðinni vilji hann reyna fyrir sér á Spáni.

„Ég vil ekki ræða framtíð mína núna en eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá mun ég gera það. Nú er ég með hugann við að vinna Englandsmeistaratitilinn og eftir það tekur Meistaradeildin við,“ sagði Ronaldo við spænska blaðið Marca.

Ronaldo, sem varð 23 ára gamall í febrúar, kom til Manchester United í ágúst 2003 frá portúgalska liðinu Sporting Lissabon og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn með félaginu.

Hann átti stærstan þátt í að tryggja liðinu Englandmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og á þessari hefur hann leikið stórkostlega, skorað 38 mörk og í ár líkt og í fyrra var hann útnefndur knattspyrnumaður ársins á Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert