Chelsea sigraði og náði Man. Utd

Michael Ballack fagnar eftir að hafa komið Chelsea yfir.
Michael Ballack fagnar eftir að hafa komið Chelsea yfir. Reuters

Manchester United og Chelsea eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að Chelsea lagði Newcastle, 2:0, á St. James' Park, heimavelli Newcastle, í dag.

Manchester United leikur við Wigan á útivelli en Chelsea mætir Bolton á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Markatala Man. Utd er mikið betri og liðið verður meistari með því að sigra Wigan, en fatist liðinu flugið, getur Chelsea hirt meistaratitilinn með því að sigra Bolton.

Chelsea slapp fyrir horn á 28. mínútu þegar John Terry bjargaði á marklínu eftir skot frá Michael Owen. Petr Cech lá þá úti í teig eftir að hafa varið skot frá Mark Viduka.

John Terry kom aftur við sögu á 53. mínútu en þá í vítateig Newcastle og skallaði boltann í þverslána.

Chelsea náði forystunni á 60. mínútu. Didier Drogba tók aukaspyrnu við vítateigslínuna hægra megin, nálægt endamörkum og lyfti boltanum inná markteig þar sem Michael Ballack reis hæst og skoraði með góðum skalla, 0:1.

Florent Malouda skoraði annað markið á 82. mínútu eftir glæsilega sókn, fékk sendingu inní vítateiginn frá Frank Lampard og skoraði af yfirvegun, 0:2.

Newcastle: Harper, Beye, Taylor, Faye, Enrique, Geremi, Butt, Barton, Viduka, Owen, Martins.
Varamenn: Forster, Cacapa, Duff, N'Zogbia, Smith.

Chelsea: Cech, Ferreira, Terry, Carvalho, Bridge, Essien, Obi, Ballack, Anelka, Drogba, Malouda.
Varamenn: Cudicini, Shevchenko, Lampard, Joe Cole, Alex.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert