Kevin Keegan: Sé ekki að Man Utd misstígi sig

Kevin Keegan og Avram Grant ræða saman eftir leik Newcastle …
Kevin Keegan og Avram Grant ræða saman eftir leik Newcastle og Chelsea í dag. Reuters

Kevin Keegan knattspyrnustjóri Newcastle segist ekki sjá það fyrir sér að Manchester United misstígi sig í leiknum á móti Wigan í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Keegan þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea í dag og þar með ræðst það ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort Man Utd eða Chelsea hampi titlinum.

„Á nánast öllum keppnistímabilum hefði Chelsea verðskuldað að verða meistari en ég sé það ekki fyrir mér að Manchester United misstígi sig í leiknum við Wigan, jafnvel þó völlur liðsins sé ekki góður,“ sagði Keegan eftir leikinn við Chelsea í dag.

„Við veittum Chelsea svo sannarlega harða keppni í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik kom í ljós hversu gríðarlega sterkt Chelsea-liðið er. Það eru mikil gæði í liði Chelsea, í liðinu eru frábærir leikmenn í raun er verðugt meistaralið,“ sagði Keegan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert