Carvalho bestur hjá Chelsea

Ricardo Carvalho varnarmaðurinn sterki hjá Chelsea.
Ricardo Carvalho varnarmaðurinn sterki hjá Chelsea. Reuters

Portúgalinn Ricardo Carvalho var í kvöld útnefndur leikmaður ársins hjá Chelsea en það voru samherjar hans í Lundúna iðinu sem stóðu að valinu.

Carvalho hefur leikið lykilhlutverk í sterku liði Chelsea á tímabilinu en Portúgalinn hefur spilað afar vel í miðvarðarstöðunni með John Terry.

Markið sem Brasilíumaðurinn Juliano Beletti skoraði á móti Tottenham var valið mark ársins en stuðningsmenn félagsins stóðu að því vali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert