Jol ráðinn þjálfari Hamburger

Martin Jol er orðinn þjálfari þýska liðsins Hamburger.
Martin Jol er orðinn þjálfari þýska liðsins Hamburger. Reuters

 Hollendingurinn Martin Jol, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, var í dag ráðinn þjálfari þýska liðsins Hamburger. Jol gerði tveggja ára samning við þýska liðið sem hann tekur við af landa sínum, Huub Stevens, sem tekur við stjórninni hjá PSV Eindhoven í sumar.

Jol var sagt upp störfum hjá Tottenham í október á síðasta ári en hann var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins árið 2004. Huub Stevens sagði skilið við Hamburger-liðið í nóvember og hefur eftirmanns hans verið leitað síðan.


      

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert