Carrick með fjögurra ára samning

Michael Carrick er búinn að semja til ársins 2012.
Michael Carrick er búinn að semja til ársins 2012. Reuters

Enski landsliðsmaðurinn Michael Carrick hefur skrifað undir nýjan samning við Englandsmeistara Manchester United í knattspyrnu og er því samningsbundinn þeim til ársins 2012.

Carrick hefur leikið með United í tvö ár, kom frá West Ham sumarið 2006, og hefur verið fastamaður í liðinu í vetur. „Það er frábært að Michael skuli vera búinn að semja að nýju. Hann hefur verið frábær síðan hann kom til okkar frá Tottenham og það er ánægjulegt að vita til þess að hann verði í okkar hópi næstu árin,," sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United á vef félagsins.

Carrick er 26 ára gamall, uppalinn hjá West Ham, og var seldur þaðan til Tottenham árið 2004. Þar lék hann í tvö ár. Carrick á að baki 13 leiki með enska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert