Engan afslátt af Gareth Barry

Uppsett verð takk!
Uppsett verð takk! Reuters

„Aston Villa er enginn prúttmarkaður. Greiðið uppsett verð og þá er Gareth Barry ykkar,“ eru skilaboð Skotans Martin O´ Neill stjóra Aston Villa til Rafa Benítez stjóra Liverpool en sá spænski hefur gert fjögur tilboð í Barry á síðustu sólarhringum án þess þó að bjóða það sem farið er fram á.

Er Neill fúll með stöðu mála enda vill Barry fara til Liverpool og segir Neill ekkert því til fyrirstöðu ef Liverpool greiðir uppsett verð en hann fari alls ekki á niðursettu verði enda lykilleikmaður Villa og fyrir slíka menn verði að greiða.

Neill vill fá 2,8 milljarða króna fyrir kappann en hæsta boðið frá Bítlaborginni hingað til hefur verið 2,3 milljarðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert