Vel heppnuð aðgerð á Ronaldo

Cristiano Ronaldo var skorinn upp í Amsterdam í dag.
Cristiano Ronaldo var skorinn upp í Amsterdam í dag. Reuters

Manchester United gaf út yfirlýsingu á vef sínum síðdegis þar sem fram kemur að uppskurðurinn sem framkvæmdur var á ökkla portúgalska knattspyrnusnillingsins Cristianos Ronaldos í dag hefði heppnast mjög vel.

„Cristiano mun byrja endurhæfinguna undir stjórn læknaliðs félagsins og eftir að sérfræðingur hefur skoðað hann eftir einn mánuð verður hægt að segja til um hvenær hann byrjar að spila á ný," segir í yfirlýsingunni.

Það var hollenski skurðlæknirinn Niek van Dijk sem skar Ronaldo upp í Amsterdam en hann er talinn einn mesti sérfræðingurinn á sviði ökklameiðsla í heiminum um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert