Sepp Blatter: Leyfið Ronaldo að fara kjósi hann það

Sepp Blatter forseti FIFA.
Sepp Blatter forseti FIFA. Reuters

Sepp Blatter forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, segir að að leyfa eigi Cristiano Ronaldo að yfirgefa Manchester United og ganga til liðs við Real Madrid kjósi hann að gera það.

Real Madrid hefur ítrekað lýst því yfir að það vilji fá Ronaldo í sínar raðir. Það hefur þó ekki gert tilboð í Portúgalann en Ronaldo hefur látið hafa eftir sér að það yrði draumur að spila með Madridarliðinu.

„Ég er fylgismaður að vernda leikmenn og kjósi þeir að fara frá sínum liðum þá á að leyfa þeim að fara. Ef leikmaðurinn vill spila annars staðar þá verður að finna lausn á því því haldi leikmaðurinn áfram þar sem hann er óánægður þá er það ekki gott fyrir leikmanninn né félagið,“ sagði Blatter í viðtali við Sky News.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert