Pele: Ronaldo á að standa við gerðan samning

Pele ásamt Cristiano Ronaldo við verðlaunaafhendingu hjá FIFA á síðasta …
Pele ásamt Cristiano Ronaldo við verðlaunaafhendingu hjá FIFA á síðasta ári. Reuters

Brasilíska goðsögnin Pele segir að Cristiano Ronaldo eigi ekki að hugsa um Real Madrid heldur eigi hann að standa við gerðan samning við Manchester United.

Pele vísar ummælum Sepp Blatters, forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, á bug en Blatter lét hafa eftir sér í vikunni að nútímatíma þrælahald væri ríkjandi í knattspyrnunni og Ronaldo ætti að vera frjálst að fara frá Manchester United.

Pele, sem er staddur í Stoke á Englandi vegna góðgerðarleiks sagði við fréttamenn; „Þú ert þræll ef þú starfar án þess að hafa samning eða færð ekki greiðslur. Ef þú ert samningsbundinn þá þarft þú að standa við gerðan samning og Ronaldo getur svo farið hvert sem hann vill þegar samningur hans rennur út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert