Arsenal skoðar Alonso

Torres og Alonso fagna.
Torres og Alonso fagna. Reuters

Spænskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Arsenal hafi rætt við Liverpool um spænska miðjumanninn Xabi Alonso, sem hefur einnig verið orðaður við Juventus.

Umboðsmaður Alonso segir þessar fréttir sannar og bendir á að Arsenal vanti miðjumann þar sem bæði Flamini og Silva séu farnir frá félaginu.

Verðmiðinn á Alonso hljóðar upp á 14 milljónir punda. Ólíklegt er nú talið að hann verði keyptur til Juve þar sem félagið festi á dögunum kaup á Christian Paulsen frá Sevilla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert