Portsmouth skoðar Fortune

Quinton Fortune
Quinton Fortune Reuters

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, er að skoða Quinton Fortuna, fyrrum leikmann Manchester United og Bolton, en hann hefur verið samningslaus frá því í fyrrasumar er hann hætti hjá Bolton.

Fortune er 31 árs gamall og frá Suður-Afríku. Hann hefur verið meiddur en virðist vera á batavegi og hefur Redknapp áhuga á að krækja í leikmanninn að sögn skysport. Einnig er talið að Ipswich hafi hug á að krækja í leikmanninn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert