Ronaldo verður um kyrrt segir Ferguson

Cristiano Ronaldo er á hækjum þessa dagana, eftir uppskurð.
Cristiano Ronaldo er á hækjum þessa dagana, eftir uppskurð. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að portúgalski knattspyrnusnillingurinn Cristian Ronaldo verður um kyrrt hjá félaginu og gangi ekki til liðs við Real Madrid.

Ferguson staðfesti í dag að hafa hitt Ronaldo í Lissabon í Portúgal í síðustu viku en frá því leiktíðinni lauk í maí hefur mikil óvissa ríkt um framtíð Ronaldo hjá Manchester-liðinu og þrálátur orðrómur í gangi að hann væri á leið til Real Madrid.

,,Fundurinn gekk vel og ég get sagt að hann verður í búningi Manchester United á komandi leiktíð. Hann verður ekki seldur,“ sagði Sir Alex á fréttamannafundi í Suður-Afríku í dag en Manchester United hélt í æfingaferð til Suður-Afríku í gær.

„Ég hef verið ansi rólegur yfir öllu þessu. Ég var í fríi og ætlaði mér ekki að láta þessi læti trufla mig í því. Ég hélt ró minni enda er leikmaðurinn samningsbundinn Manchester United og allur rétturinn er félagsins.“

Með þessu vonast Ferguson til að sögusagnir um að Ronaldo sé á förum heyri sögunni til en Skotinn staðfesti að Ronaldo yrði frá næstu þrjá mánuðina vegna aðgerðar á ökkla sem hann gekkst undir á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert