United lagði Portsmouth í Nígeríu

Tevez í leik gegn Kaizer Chiefs í síðustu viku.
Tevez í leik gegn Kaizer Chiefs í síðustu viku. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United og bikarmeistarar Portsmouth áttust við í sýningarleik í Nígeríu í kvöld, en bæði lið hafa verið á ferðalagi í Afríku. Carlos Tévez og Chris Eagles skoruðu mörk United en Jermain Defoe, sem lék í framlínu Portsmouth ásamt Peter Crouch, minnkaði muninn.

Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en Carlos Tévez fékk gullið tækifæri á að skora í fyrri hálfleik fyrir United þegar hann tók vítaspyrnu en skot Argentínumannsins fór í þverslána.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék fyrri hálfleikinn.

Liðin mætast aftur í leik um Samfélagskjöldinn þann 10. ágúst og svo í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar skömmu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert