West Ham að losa sig við Ljungberg?

Freddie Ljungberg hefur ekki þótt skila sínu fyrir West Ham, …
Freddie Ljungberg hefur ekki þótt skila sínu fyrir West Ham, miðað við verð og laun. Reuters

Enska dagblaðið Daily Mail fullyrðir í dag að Íslendingafélagið West Ham sé búið að semja við Svíann Freddie Ljungberg um að greiða honum 6 milljónir punda fyrir að yfirgefa félagið þegar í stað.

Ljungberg hefur reynst West Ham afar dýr en hann var keyptur af Arsenal síðasta sumar. Daily Mail segir að hann hafi kostað félagið alls um 13 milljónir punda, í kaupverði, launum, og þessari lokagreiðslu en með henni sé hann laus allra mála og geti samið við hvaða félag sem er.

Laun Ljungbergs hjá West Ham eru sögð vera 85 þúsund pund á viku, hvorki meira né minna en 13 milljónir króna, og því sé það félaginu í raun mjög dýrmætt að losna við Svíann sem hefur misst mikið úr vegna meiðsla. Hann spilaði samtals um 25 leiki síðasta vetur og þótti ekki skila miklu innan vallar.

West Ham hefur ekki staðfest þessa frétt Daily Mail enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert