Benítez enn á eftir Barry

Einn mann til hjá Liverpool og helst Barry.
Einn mann til hjá Liverpool og helst Barry. Reuters

Knattspyrnustjóri Liverpool, Rafa Benítez, hefur alls ekki gefið upp á bátinn að kaupa Gareth Barry frá Aston Villa áður en leiktíðin byrjar eftir viku.

Fregnir herma að kaupin á Barry strandi á því að eigendur Liverpool séu ekki reiðubúnir að leggja af hendi það fé sem til þarf en Villa krefst tæplega þriggja milljarða króna fyrir Barry. Benítez er hins vegar ekki reiðubúinn að leggja málið á hilluna enda lofað stuðningsmönnum liðsins einum kaupum til áður en yfir lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert