5:0 sigur Tottenham á Roma

Darren Bent skoraði tvö af mörkum Tottenham í dag.
Darren Bent skoraði tvö af mörkum Tottenham í dag. Reuters

Tottenham tók ítalska liðið Roma í bakaríið þegar liðin áttust við í æfingaleik á White Hart Lane í dag. 5:0 urðu lokatölurnar þar sem David Bentley opnaði markareikning sinn með Lundaúnaliðinu og skoraði tvö mörk eins og Darren Bent og Aaron Lennon skoraði eitt.

Wigan vann góðan sigur á hollenska liðinu Utrecht, 2:0, þar sem Daniel de Ridder og Kevin Kilbane voru á skotskónum fyrir enska liðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert