„Til Madrid? Tölum saman að ári.“

Dvínandi vinsældir í Manchester?
Dvínandi vinsældir í Manchester? Reuters

„Til Madrid? Tölum saman að ári.“ Þetta var svar Cristiano Ronaldo við fyrirspurn blaðamanna spænska blaðsins AS um hvenær hann gæti hugsað sér að ganga til liðs við Real Madrid úr því sem komið væri.

Svo virðist sem mesta fjaðrafokið vegna hugsanlegrar brottfarar hans frá Manchester United til Madrid sé lokið og hann orðinn sáttur í Manchester á ný ef marka má fregnir frá Bretlandi.

Víst er þó að Ronaldo verður ekki tekið jafn mjúkum örmum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann mætir til leiks á ný enda lýst því ítrekað yfir í sumar að áhuginn að spila fyrir United sé enginn.

Þá er eins víst að ummæli hans nú eru ekki til að koma honum frekar í mjúkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert