Chelsea burstaði Portsmouth, 4:0

Joe Cole fagnar fyrsta marki Chelsea sem hann skoraði á …
Joe Cole fagnar fyrsta marki Chelsea sem hann skoraði á 12. mínútu. Reuters

Chelsea burstaði bikarmeistara Portsmouth, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en liðin áttust við á Stamford Bridge. Chelsea gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en Joe Cole skoraði fyrsta markið á 12. mínútu, Nicolas Anelka það annað á 26. mínútu og Frank Lampard það þriðja úr vítaspyrnu á 45. mínútu. Deco bætti svo við fjórða markinu undir lok leiksins.

Hermann Hreiðarsson lék allan tímann fyrir Portsmouth en bikarmeistararnir réðu ekkert við öflugt lið Chelsea sem ætlar sér greinilega stóra hluti á leiktíðinni.

Bein textalýsing var frá á leiknum, smellið hér.

Hermann Hreiðarsson er í liði Portsmouth,
Hermann Hreiðarsson er í liði Portsmouth, Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert