Young næstur að gera nýjan samning við Villa

Ashley Young í leiknum gegn FH-ingum í síðustu viku.
Ashley Young í leiknum gegn FH-ingum í síðustu viku. mbl.is/hag

Martin O'Neill knattspyrnustjóri Aston Villa er bjartsýnn á að Ashley Young fylgi í fótspor Gabriel Agbonlahor og John Carew og geri nýjan samning við félagið. Young skoraði eitt af mörkum Aston Villa í sigrinum gegn FH-ingum í UEFA-bikarnum í síðustu viku og hann lagði upp tvö mörk í gær þegar Villa lagði Manchester City, 4:2.

O'Neill hefur hrifist af frammistöðu Young sem kom til Aston Villa frá Watford fyrir 8 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert