Thaksin tilbúinn til að hætta hjá Man.City

Thaksin Shinawatra, til hægri, ásamt Sven-Göran Eriksson, fyrrum knattspyrnustjóra City.
Thaksin Shinawatra, til hægri, ásamt Sven-Göran Eriksson, fyrrum knattspyrnustjóra City. Reuters

Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands, hefur boðist til að segja af sér sem stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, en hann er aðaleigandi félagsins.

Réttarhöld standa yfir í Tælandi þar sem Thaksin er sakaður um fjárdrátt og spillingu. Framkvæmdastjóri City, Garry Cook, sagði við BBC að Thaksin væri miður sín vegna þess að þetta setti svartan blett á Manchester City og ensku úrvalsdeildina en það væri nokkuð sem hann hefði ekki séð fyrir.

„Thaksin hefur talað opinskátt um sín mál og hann sagði við mig að ef hann þyrfti að segja af sér sem stjórnarformaður, til að fara að reglum úrvalsdeildarinnar, þá myndi hann gera það," sagði Cook. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur gefið til kynna að Thaksin gæti þurft að gangast undir próf til að sýna framá að hann uppfyllti öll skilyrði sem eigandi félags í deildinni.

Thaksin verður ekki viðstaddur fyrsta heimaleik City í úrvalsdeildinni á þessu tímabili, gegn Aston Villa á morgun, en Cook sagði að honum hefði verið ráðlagt að vera ekki á almannafæri af öryggisástsæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka