Enn eitt áfallið fyrir West Ham

Dýr mistök eða tær snilld? Eggert Magnússon með Carlos Tevez.
Dýr mistök eða tær snilld? Eggert Magnússon með Carlos Tevez. Reuters

Farið gæti svo að West Ham United verði að greiða Sheffield United rúma fimm milljarða króna í bætur sökum þess að Carlos Tevez skoraði sigurmark þeirra fyrrnefndu gegn Manchester United í lok leiktíðarinnar 2007. Markið bjargaði West Ham frá falli en sendi Sheffield niður í staðinn.

Ástæðan fyrir þessu er sú að þeir Carlos Tevez og Javier Mascherano léku með West Ham án þess að reglum hefði að fullu verið fylgt og staðfesti breskur dómstóll það formlega eftir að í ljós kom að Argentínumennirnir tveir voru aðeins til leigu hjá West Ham og ekki samningsbundnir liðinu heldur viðskiptamógúlnum Kia Joorabchian.

Fékkst staðfest að þar hefðu reglur verið brotnar og því höfðaði stjórn Sheffield mál þegar það varð ljóst. Nú hefur knattspyrnudómstóll á vegum enska knattspyrnusambandsins úrskurðað þeim í hag en Sheffield fer fram á lágmarksupphæð miðað við þá tekjuskerðingu sem félagið varð fyrir við fallið úr úrvalsdeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert