Man.Utd í fjórða sæti eftir stórsigur

Chris Brunt hjá WBA og Rafael Da Silva hjá Man.Utd …
Chris Brunt hjá WBA og Rafael Da Silva hjá Man.Utd eigast við í leiknum í dag. Reuters

Manchester United lyfti sér uppí fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að vinna stórsigur, 4:0, á WBA á Old Trafford í síðasta leik dagsins. United er þá komið með 14 stig og á leik til góða á Chelsea og Liverpool sem sitja á toppnum með 20 stig hvort.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir þunga sókn meistaranna. Þeir brutu loks ísinn á 55. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði og eftir það fór mótspyrna nýliðanna þverrandi.

Cristiano Ronaldo skoraði, 2:0, á 69. mínútu og ríflega mínútu síðar sendi Dimitar Berbatov boltann í mark WBA, 3:0. Nani innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútu leiksins, 4:0.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is: Bein lýsing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert