Jafntefli hjá Liverpool - Terry tryggði Chelsea sigur

Leikmenn Liverpool fagna markinu sem Robbie Keane skoraði.
Leikmenn Liverpool fagna markinu sem Robbie Keane skoraði. Reuters

Þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lauk í kvöld með átta leikjum. Liverpool gerði 1:1 jafntefli gegn Atletico Madrid á útivelli, Chelsea bar sigurorð af Roma, 1:0, á Stamford Bridge og Barcelona skellti Basel á útvelli, 5:0.

Robbie Keane kom Liverpool yfir á 14. mínútu leiksins en portúgalski landsliðsmaðurinn Simao jafnaði metin fyrir Madridarliðið átta mínútum fyrir leikslok. Liverpool og Atletico Madrid hafa 7 stig, PSV hefur 3 stig og Marseille ekkert.

Á Stamford Bridge í Lundúnum tryggði fyrirliði John Terry Chelsea 1:0 sigur gegn Roma. Terry skallaði með miklu afli í netið á 78. mínútu eftir hornspyrnu frá Frank Lampard.

Í Basel voru liðsmenn Barcelona, án Eiðs Smára Guðjohnsen, í miklu markastuði en 5:0 urðu lokatölurnar. Bojan Krkic skoraði tvö marka Börsunga og þeir Messi, Burgos og Xavi gerðu sitt markið hver.

Atletico Madrid - Liverpool smellið hér til að skoða atvikalýsingu

Chelsea - Roma smellið hér til að til að skoða atvikalýsingu

Basel - Barcelona smellið hér til að til að skoða atvikalýsingu

Inter - Anorthoisi smellið hér til að til að skoða atvikalýsingu

Robbie Keane er í fremstu víglínu Liverpool gegn Atletico Madrid.
Robbie Keane er í fremstu víglínu Liverpool gegn Atletico Madrid. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert