Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann

Alvaro Arbeloa og Simao í baráttunni á Anfield í kvöld.
Alvaro Arbeloa og Simao í baráttunni á Anfield í kvöld. Reuters

Liverpool og Atletico Madrid skildu jöfn, 1:1, í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Liverpool slapp með skrekkinn því Steven Gerrard jafnaði metin úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Chelsea tapaði fyrir Roma, 3.1, og Barcelona varð að láta sér lynda 1:1 jafntefli gegn Basel en þrátt fyrir það eru Börsungar komnir áfram í 16-liða úrslitin.

Maxi Rodriguez kom Atletico Madrid yfir á 37. mínútu og það stefndi allt í að það yrði sigurmarkið en þegar um ein mínúta var eftir fékk Liverpool víti á silfurfati frá sænskum dómara leiksins og fyrirliðinn Steven Gerrard, sem fiskaði vítið, skoraði af öryggi. Liverpool og Atletico Madrid eru því jöfn að stigum með 8 stig en PSV og Marseille hafa 3 stig.

Chelsea gerði enga frægðarför til Róm en liðið tapaði, 3:1, fyrir heimamönnum Vucinic skoraði tvö marka Roma og Panucci eitt en John Terry lagaði stöðuna fyrir Chelsea. Deco fékk að líta rauða spjaldið á 80. mínútu leiksins. Chelsea hefur 7 stig, Roma og Bordeaux 6 og Cluj 2.

Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Barcelona allan tímann sem gerði aðeins 1:1 jafntefli við Basel en Börsungar eru komnir áfram í 16-liða úrslit. Lionel Messi skoraði mark Barcelona á 62. mínútu, tveimur mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Fyrir leikinn hafði Barcelona unnið 11 leiki í röð í öllum keppnum.

Liverpool - Atletico Madrid bein lýsing

Roma - Chelsea bein lýsing

Barcelona - Basel bein lýsing

Marseille - PSV bein lýsing 

Anorthosis - Inter bein lýsing

Albert Riera og Giurkas Seitaridis eigast við í fyrri leik …
Albert Riera og Giurkas Seitaridis eigast við í fyrri leik Liverpool og Atletico Madrid. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert