Barton ekki refsað

Joey Barton
Joey Barton Reuters

Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að aðhafast ekkert í máli Joey Bartons, miðjumanns Newcastle, en svo virtist sem hann potaði í andlit Gabriels Agbonlahors í leik Newcastle og Aston Villa um helgina.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Newcastle og Barton því kappinn er nýbyrjaður að leika með félaginu á nýjan leik eftir sex leikja bann. Barton sagði að menn væri að gera úlfalda úr mýflugu því hann hefði ekki snert Agbonlahors og eftir að nefnd á vegum enska sambandsins hafði skoðað atvikið á myndbandi var hún á sama máli.

Steve Bennett, dómari leiksins, sá atvikið og ræddi við leikmennina en aðhafðist ekkert frekar í málinu og Martin O'Neal, stjóri Aston Villa, gerði einnig lítið úr þessu að leik loknum. Barton sleppur því við refsingu - að þessu sinni, en hann hefur verið ótrúlega duglegur við að koma sér í vandræði pilturinn sá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert