Keown hafnaði þjálfarastarfi hjá Portsmouth

Martin Keown.
Martin Keown. Reuters

Martin Keown hafnaði tilboði frá fyrrum félaga sínum í Arsenal-liðinu, Tony Adams, um að koma í þjálfarateymi Portsmouth en Adams var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri Portsmouth í stað Harry Redknapps.

,,Martin fannst þetta ekki réttur tímapunktur en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég reyni kannski aftur við hann í sumar. Ætli honum líði ekki bara vel í sófanum og fylgjast með fótbolta í sjónvarpinu,“ sagði Tony Adams við fréttavef BBC.

Adams hefur einnig útilokað að Hollendingurinn Dennis Bergkmap, fyrrum samherji hans hjá Arsenal, komi inn í þjálfarateymið hjá Portsmouth. ,,Ég hef ekkert rætt við Dennis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert