Benítez: Fullkominn tími fyrir Torres að snúa til baka

Fernando Torres og Dirk Kuyt á æfingasvæði Liverpool.
Fernando Torres og Dirk Kuyt á æfingasvæði Liverpool. Reuters

Spænski framherjinn Fernando Torres kemur inn í lið Liverpool á nýjan leik á morgun þegar liðið fær nýliða WBA í heimsókn á Anfield. Torres hefur verið sárt saknað í Liverpool-liðinu en hann hefur verið frá keppni síðustu vikurnar og hefur misst af sex síðustu leikjum liðsins.

,,Við vildum ekki taka neina áhættu með Torres en nú er hann orðinn heill heilsu og nú er fullkominn tími fyrir hann að koma til baka. Það verður gott fyrir liðið að fá Torres aftur. Við höfum spilað vel en höfum ekki nýtt tækifærin nægilega vel. Ef hann getur skorað mörg mörk þá geta vonandi aðrir framherjar okkar gert slíkt hið sama,“ segir Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.

Liverpool hefur ekki náð að landa sigri í síðustu tveimur leikjum sínum. Það gerði 1:1 jafntefli við Atletico Madrid á heimavelli í Meistaradeildinni í vikunni og tapaði um síðustu helgi fyrir Tottenham á White Hart Lane.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert