Liverpool á toppinn þrátt fyrir markalaust jafntefli

Carlton Cole í baráttu við Xabi Alonso á Anfield í …
Carlton Cole í baráttu við Xabi Alonso á Anfield í kvöld. Reuters

Liverpool var að ná eins stigs forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli við West Ham á Anfield. Liverpool réði ferðinni lengst af leiksins en tókst ekki að finna leiðina framhjá Robert Green sem var vel á verði í marki gestanna. West Ham var nálægt því að skora í fyrri hálfleik sen skot frá Craig Bellamy fór í innanverða stöngina.

Þetta var annað markalausa jafntefli Liverpool í röð í deildinni og það á heimavelli en um síðustu helgi varð liðið að sætta sig við skiptan hlut gegn Fulham.

Sjá textalýsingu af leiknum hér að neðan:

14. Albert Riera var kominn í gott færi en James Collins miðvörður West Ham bjargaði skoti Spánverjans nánast af marklínu.

16. Sami Hyypia skallar rétt yfir markið eftir hornspyrnu frá Steven Gerrard.

22. Hyypia ætlar greinilega að skora í kvöld en Finninn var í góðu færi en Carlton Cole náði að bjarga kollspyrnu Hyypia af marklínu.

35. Steven Gerrard átti glæsilega rispu þar sem hann lék á tvo varnarmenn West Ham en skot fyrirliðans fór í hliðanetið utanvert.

37. Craig Bellamy var hársbreidd frá því að koma West Ham yfir en skot framherjans utan vítateigsins small í stönginni innanvert.

43. Robert Green markvörður West Ham ver kollspyrnu frá Dirk Kuyt af stuttu færi. Liverpool pressar stíft síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik.

Búið er að flauta til leikhlé á Anfield þar sem staðan er 0:0 í viðureign Liverpool og West Ham. Heimamenn hafa haft umtalsverða yfirburði úti á vellinum en hafa ekki náð að brjóta á bak aftur fjölmennan varnarmúr West Ham.

55. Robert Green markvörður West Ham kemur sínum mönnum til bjargar en hann sýndi snilldartilþrif þegar honum tókst að slá boltanum yfir markið eftir þrumuskot frá Yossi Benayoun.

65. Robbie Keane er kallaður af velli í liði Liverpool og í hans stað er kominn Hollendingurinn Ryan Babel. Keane náði sér engan veginn á strik og það kom ekki á óvart að Benítez skildi kalla hann af velli.

67. Carlton Cole skallar í hliðarnetið utanvert eftir fyrstu hornspyrnu West Ham í leiknum.

81. Sami Hyypia skallar fétt framhjá eftir enn eina hornspyrnuna hjá Liverpool.

86. Robert Green er enn og aftur vel á verði en honum tókst að verja skot frá Dirk Kuyt af stuttu færi. Liverpool sækir stíft og freistar þess að innbyrða öll stigin.

88. Ryan Babel á þrumuskot sem fer rétt yfir markið eftir viðkomu í varnarmanni.

Liverpool: Jose Reina - Alvaro Arbeloa, Jamie Carragher, Sami Hyypia, Andrea Dossena - Yossi Benayoun, Steven Gerrard, Xabi Alonso, Albert Riera - Dirk Kuyt, Robbie Keane.

Varamenn: Diego Cavalieri, Daniel Agger, Ryan Babel, Javier Mascherano, Leiva Lucas, Emilano Insua, David Ngog.

West Ham: Robert Green - Lucas Neill, James Collins, Matthew Upseon, Herita Ilunga - Julien Fauberg, Scott Parker, Hayden Mullins, Valon Behrami - Craig Bellamy, Carlton Cole.

Varamenn: Jan Lastukva, Luis Boa Morte, Mark Nobble, Diego Tristan, Calum Davenport, Jack Collison, David Di Michele.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert