Cristiano Ronaldo fékk Gullboltann

Cristiano Ronaldo var bestur í Evrópu 2008 samkvæmt kjöri France …
Cristiano Ronaldo var bestur í Evrópu 2008 samkvæmt kjöri France Football. Reuters

Cristiano Ronaldo frá Portúgal, leikmaður Manchester United, fékk Gullboltann, Ballon d'Or, í hinu árlega kjöri franska tímaritsins France Football um besta knattspyrnumann Evrópu sem gert var opinbert í nótt á vefsíðu tímaritsins.

Það eru íþróttafréttamenn víðsvegar að úr Evrópu, m.a. einn frá Morgunblaðinu, sem greiða atkvæði í kjörinu og Ronaldo sigraði með talsverðum yfirburðum en 77 af 96 settu hann í efsta sæti. Lionel Messi, Argentínumaðurinn hjá Barcelona, varð annar og Fernando Torres, Spánverjinn hjá Liverpool, hafnaði í þriðja sæti.

Efstu menn í kjörinu og stigatala þeirra varð þessi:

1. Cristiano Ronaldo 446
2. Lionel Messi 281
3. Fernando Torres 179
4. Iker Casillas 133
5. Xavi Hernandez 97
6. Andrei Arshavin 64
7. David Villa 55
8. Kaká 31
9. Zlatan Ibrahimovic 30
10. Steven Gerrard 28
11. Marcos Senna 16
12. Emmanuel Adebayor 12
13. Wayne Rooney 11
14. Sergio Agüero 10
15. Frank Lampard 8

Alls fengu 25 leikmenn atkvæði í kjörinu en hægt var að velja úr 30 leikmönnum sem tilnefndir voru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert