Robbie Keane: Á eftir að skora mörg mörk

Robbie Keane leikur á Scott Carson og skorar gegn WBA.
Robbie Keane leikur á Scott Carson og skorar gegn WBA. Reuters

Robbie Keane segist bjartsýnn á framtíð sína hjá Liverpool en Íranum, sem var keyptur frá Tottenham á 20,3 milljónir punda frá Tottenham í sumar, hefur gengið illa að fóta sig í Liverpool-liðinu og hafa margir stuðningsmenn liðsins gagnrýnt sóknarmanninn og hafa efasemdir um að hann eigi heima í liðinu.

,,Ég er fullur sjálfstrausts á eigin getu og ég veit að ég mun skora mörg mörk fyrir liðið. Ég er ekki áhyggjufullur og fólk ætti ekki að vera það. Ég á eftir að skila mínu. Ég hefur skorað mikið af mörkum á síðustu 10 árum og ég kem ekki til með að hætta því. Ég hef aðeins verið í Liverpool í nokkra mánuði og það tekur alltaf sinn tíma að aðlagast nýju liði,“ sagði Keane við BBC útvarpið eftir sigur Liverpool á PSV í gær.

Keane hefur aðeins náð að skora 4 mörk í 23 leikjum með Liverpool og um síðustu helgi var hann settur út úr liðinu og kom ekkert við sögu þegar Liverpool lagði Blackburn. 

Keane hefur á síðustu dögum verið orðaður við sitt gamla félag, Tottenham, en Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool aftekur með öllu að hyggist selja Keane í janúar þegar opnað verður fyrir félagaskipti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert