Ferguson vill fá Campbell til baka

Frazier Campbell í búningi Manchester United.
Frazier Campbell í búningi Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United ætlar að kalla á framherjann Frazier Campbell til baka frá Tottenham í sumar en framherjinn ungi er í láni hjá Tottenham þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna.

Campbell var lánaður til Tottenham í kjölfarið á kaupum Manchester United á Dimitar Berbatov og hefur 21 árs landsliðsmaður Englendinga skorað 3 mörk fyrir Lundúnaliðið á tímabilinu og hefur átt sinn þátt í að rétta gengi liðsins af.

,,Frazier mun koma til baka til okkar. Það er engin spurning með það. Við töldum góðan kost að lána hann þar sem hann myndi öðlast reynslu og hann hefur svo sannarlega staðið sig í stykkinu,“ segir Ferguson en á síðustu leiktíð var Campbell í láni hjá Hull þar sem hann skoraði 15 mörk og átti stóran þátt í að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert