Ferguson: „Myndi ekki selja þeim vírus“

Cristiano Ronaldo skallar boltann í mark Gamba Osaka í Japan …
Cristiano Ronaldo skallar boltann í mark Gamba Osaka í Japan í dag. Reuters

Alex Ferguson var ómyrkur í máli í garð Real Madrid í dag þegar fréttamenn spurðu hann útí fregnirnar af því að spænsku meistararnir væru búnir að tryggja sér Cristiano Ronaldo og semja við Manchester United um kaup á honum næsta  sumar.

Ferguson sat fyrir svörum eftir leik Manchester United og Gamba Osaka í heimsbikarnum í Tókíó og brást snöggt við spurningum um Ronaldo.

„Haldið þið virkilega að ég myndi semja við þennan lýð? Jesús Kristur, ekki til í dæminu. Ég myndi ekki selja þeim vírus!" sagði Ferguson þegar málið bar á góma.

„Þetta þýðir nei," bætti hann við til að árétta orð sín.

„Það er sko alls ekki neitt samkomulag til staðar á milli félaganna. Ég var búinn að segja að það væri hægt að veðja öllu á að þeir myndu koma svona sögum af stað á ný í janúar. Við verðum bara að hundsa þá. Við eigum erfiða dagskrá fyrir höndum og hundsum þá bara," sagði Ferguson um Spánverjana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert