Beckham: Draumur að ganga í raðir AC Milan

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham var kynntur til sögunnar sem nýr liðsmaður AC Milan í gærkvöldi en Beckham verður í láni hjá Mílanóliðinu frá LA Galaxay til 9. mars á næsta ári.

,,Það er draumur að ganga í raðir AC Milan og það er mér mikill heiður. Ég hef verið heppinn að fá að spila með einu af stærsta félagið í heimi. Ég er hreykinn af því að skipta yfir til AC Milan og ég á eftir að njóta verunnar með liðinu. Ég hef alltaf langað að spila á Ítalíu og þá með AC Milan og ég er afar þakklátur fyrir þetta tækifæri sem ég er að fá,“ sagði Beckham á fréttamannafundi í gær.

Beckham hefur fengið úthlutað keppnistreyju með númerinu 32 á bakinu en um 150 fréttamenn voru mættir á fréttamannafundinn og spurðu enska landsliðsmanninn spjörunum úr.

David Beckham og Galliani varaforseti AC Milan.
David Beckham og Galliani varaforseti AC Milan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert