Liverpool ætlar að halda efsta sætinu

Jamie Carragher í vörninni á móti Arsenal.
Jamie Carragher í vörninni á móti Arsenal. Reuters

Heil umferð er í ensku úrvalsdeildinni á morgun, annan í jólum, og þá er deildin nákvæmlega hálfnuð. Chelsea gæti komist í efsta sætið um tíma, en leikmenn Liverpool eru staðráðnir í að halda efsta sæti deildarinnar.

Chelsea tekur á móti WBA klukkan eitt á morgun og nær tveggja stiga forystu með sigri en Liverpool tekur á móti Bolton klukkan þrjú og færi þá aftur á toppinn með sigri, sama hvernig leikur Chelsea og WBA endar.

„Það er orðið langt síðan Liverpool varð meistari, ég var þá 12 ára gamall stuðningsmaður Everton,“ segir Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool og segir alla tilbúna í titilbaráttuna.

„Við höfum gert nokkur jafntefli og nú verðum við að snúa slíkum leikjum okkur í hag,“ segir varnarmaðurinn.

Sammy Lee, aðstoðar knattspyrnustjóri félagsins, segir það ekki koma sér á óvart að liðið skuli vera á toppnum. „Ég veit að í upphafi tímabilsins trúðu engir því nema við sjálfir, að við yrðum í efsta sæti. En við erum þar og það kemur mér ekki á óvart,“ segir Lee.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert