Benitez pirraður vegna seinagangs í samningaviðræðum

Benitez er væntanlega ekki að klappa fyrir Ferguson á þessari …
Benitez er væntanlega ekki að klappa fyrir Ferguson á þessari mynd. Reuters

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist vera pirraður yfir seinaganginum í samningsviðræðum hans við félagið, en sá spænski hellti úr skálum reiði sinnar í dag, þar sem Sir Alex Ferguson var bitbeinið.

„Umboðsmaður minn hefur enn ekki fengið nein gögn frá félaginu vegna nýs samnings, og erum við frekar pirraðir vegna þess. En ég vil ekki segja of mikið, við sjáum hvað gerist,“ sagði Benitez, en samningur hans rennur út árið 2010, en langt er um liðið síðan Hicks og Gillet, eigendur félagsins, lofuðu stjóranum nýjum samningi.

Hvort seinagangurinn með samninginn var kveikjan að reiði Benitez í garð Sir Alex Ferguson er hinsvegar önnur saga, en hann lét þann skoska heyra það á blaðamannafundi í dag, því hann taldi stjóra erkifjendanna í Manchester komast upp með alltof mikið múður gegn dómurum, en ný herferð sem ber heitið „Virðing“ og miðast að bættri hegðan leikmanna og þjálfara gegn dómurum, hefur að mati Benitez engin áhrif á Ferguson.

„Gleymið þessari herferð, Ferguson er að ganga af dómurunum dauðum. Þann 1. nóvember fékk hann tveggja leikja bann og 10.000 punda sekt. Honum var hinsvegar ekki refsað eftir orðaskipti sín gegn Martin Atkinson og Keith Hackett, mitt í Virðingar-herferðinni. Hann er eini stjórinn sem kemst upp með slíkt,“ sagði Benitez meðal annars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert