Kinnear: Tilboð City í Given er móðgun

Shay Given
Shay Given Reuters

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, segir tilboð Manchester City í markvörðinn Shay Given hreinustu móðgun, en City hefur boðið 5 milljónir punda í markvörðinn.

„Maður heyrir um háar upphæðir sem boðnar eru í leikmenn og ekki síst af tilboðum frá City en svo kemur tilboð upp á 5 milljónir punda í Shay, sem er líklegast besti markvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekkert annað en móðgun,“ segir Kinnear, um ríflega 800 milljóna króna tilboð City.

Given hefur sagst vilja fara frá Newcastle þar sem hann hefur verið undanfarin 12 ár og leikið 461 leiki með félaginu. „Ég vil að sjálfsögðu ekki missa hann enda þurfum við á öllum okkar mönnum að halda enda ætlunin að halda okkur í deildinni,“ sagði Kinnear.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert