Ívar fór í aðgerð á hné

Ívar Ingimarsson fór í aðgerð á hné.
Ívar Ingimarsson fór í aðgerð á hné. Reuters

Ívar Ingimarsson, leikmaður enska 1. deildarliðsins Reading, missir af öðrum leik þess í röð um helgina en hann  gekkst undir aðgerð á hné í gær.

Ívar lék ekki með gegn Wolves í toppslag 1. deildarinnar á þriðjudag og spilar að sjálfsögðu ekki gegn Heiðari Helgusyni og félögum í QPR á morgun.

„Hann fór í speglun til að komast að því hvað það sem hefur hrjáð hann undanfarið. Það hefði verið gott að geta beðið með þetta til sumars en þessi meiðsli hafa pirrað hann einum of mikið þannig að hjá þessu varð ekki komist. Við sjáum til hvað kemur útúr þessu en augljóslega spilar hann ekki um helgina," sagði Steve Coppell knattspyrnustjóri Reading á  vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert